Jórunn er skemmtilegur fyrirlesari og setur efnið faglega fram. Hún hefur brennandi áhuga á málefnum innflytjenda og hvernig taka eigi á móti börnum og fjölskyldum frá Úkraínu. Hún hefur þróað kennsluna út frá sinni eigin reynslu og er sjálf starfandi á gólfinu. Takk fyrir frábærar móttökur og skemmtilegan fyrirlestur.
— Kennarar úr Njarðvíkurskóla

Skólaheimsókn og fræðsla

Hér gefst einstakt tækifæri fyrir kennara, stjórnendur og annað starfsfólk grunnskóla til að sameina skólaheimsókn og fræðslu í kóngsins København. Hægt er að sækja um styrki til KÍ vegna námskeiðsins.

Hugmynd að skipulagi:

08:00 - 14:00

Skólaheimsókn í grunnskólann Vesterbro Ny Skole.

Kennarar fá skoðunarferð um skólann þar sem kynnt verða rými sem hýsa móttökudeildir skólans; 2 Úkraínudeildir og 2 almennar móttökudeildir.

Boðið verður upp á fræðslu þar sem móttaka nemenda með erlendan bakgrunn verður kynnt fyrir kennurum. Farið verður ofan í saumana á þeim leiðum sem farnar eru við móttökuna ásamt misjöfnum hlutverkum allra hagaðila eins og sveitarfélags, fræðsluskrifstofu, stjórnenda og kennara.

14:30 - 17:00

Vinnustofa í Jónshúsi - Hvernig kenni ég tvítyngdum nemendum:

Lögð verður áhersla á kennslutilhögun, skipulag og þátttökumöguleika tvítyngdra nemenda, bæði í móttökudeildum en einnig í almennu skólastarfi. Hvernig fer námið fram og hverju má ég búast við ? Hvernig mæli ég árangur nemenda? Hvers konar námsefni get ég stuðst við?

Vinsamlegast sendið tölvupóst fyrir verð og mögulegar dagsetningar á katla@katla.org