51410364_2252369571651383_6845646088448245760_n.jpg
 
 

Katla - kennsla og ráðgjöf var stofnuð af Jórunni Einarsdóttur grunnskólakennara og MA í International Business Communication frá Copenhagen Business School.

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands eru rúmlega 46 þúsund íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis. Hugmyndin að Kötlu kviknaði þegar ljóst var að íslensk börn, búsett erlendis, hafa ekki jafnan aðgang að íslenskukennslu en ég tel mikilvægt að geta veitt íslenskum börnum um allan heim aðgang að námi í upprunatungumáli sínu.

Markmið Kötlu - kennslu og ráðgjafar er fyrst og fremst að veita faglega og einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðla þannig að framgangi íslenskrar tungu og menningar.

Ég er fædd í Vestmannaeyjum og hef búið þar mest alla mína tíð. Ég hef þó varið töluverðum tíma erlendis og hef búið í Kaupmannahöfn síðan 2015. Þangað fluttumst við fjölskyldan þegar ég ákvað að fara í mastersnám. Árið 2016 hóf ég störf við Móðurmálsskólann í Kaupmannahöfn ásamt því að kenna dönsku í móttökudeildum í grunnskólum í Kaupmannahöfn. Þá tek ég einnig að mér fræðslu og ráðgjöf um móttöku barna af erlendum uppruna á Íslandi og í Danmörku.

Inni á LinkedIn er hægt að nálgast ferilskrána mína.