Íslenska í skýjunum og Tungumálahetjurnar í Jónshúsi

Kennsla fer fram í gegnum vefþjónustu Köru Connect og í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

* ATH! Námskeiðum fyrir Tungumálahetjurnar í Jónshúsi er lokið.


Tungumálahetjurnar - Vorvindar glaðir

4. maí 2024

Vorvindar glaðir er fyrsta íslenskunámskeiðið af þremur fyrir börn á aldrinum 7-12 ára. Hin tvö námskeiðin, Bráðum koma blessuð jólin og Nú er frost á Fróni verða auglýst síðar.

Á þessu fyrsta námskeiði verður farið yfir helstu atriði sem snúa að merkisviðburðum íslenska vorsins og sumarsins.

Af hverju höldum við upp á sumardaginn fyrsta og 17. júní og hvað er sjómannadagur?

Við rifjum upp mánuðina í árinu og vikudagana. Þá verða einnig tekin fyrir staðsetningarhugtök eins og til dæmis fyrir framan, aftan, undir, við hliðina.

Við leysum fjölbreytt verkefni ásamt því að syngja og föndra.

Allir nemendur fá verkefnahefti til að taka með sér heim.

Skráning fer fram í gegnum katla@katla.org

Verð 650.-

Íslenska í skýjunum

Ætlað nemendum 7 - 14 ára

Lögð er áhersla á að mæta þörfum hvers og eins þar sem stuðst er við aðalnámskrá grunnskóla við val á efnistökum. Einnig er völdum efnisþáttum, sem snúa að íslenskri menningu, hefðum og venjum, fléttað inn í kennsluna.  Stuðst er við námsefni af vef Menntamálastofnunar og Skólavefsins ásamt öðru efni frá kennara. Kennslan er hópkennsla (hámark 4 saman) og fer fram í gegnum vefþjónustu Köru Connect.

Mánudagar og þriðjudagar fyrir 7-10 ára: 17:00 - 17:50 (CET) 

Mánudagar og þriðjudagar fyrir 11 ára og eldri: frá 18:00 - 18:50 (CET)

Laugardagar frá 08:30 - 9:20 (CET) * Ath. að kennt er annan hvern laugardag.

Verð pr. kennslustund: € 60