Íslenska í skýjunum
Ráðgjöf
Íslenska í skýjunum
Ætlað nemendum 7 - 16 ára
Lögð er áhersla á að mæta þörfum hvers og eins þar sem stuðst er við aðalnámskrá grunnskóla við val á efnistökum. Einnig er völdum efnisþáttum, sem snúa að íslenskri menningu, hefðum og venjum, fléttað inn í kennsluna. Stuðst er við námsefni af vef Menntamálastofnunar og Skólavefsins ásamt öðru efni frá kennara. Kennslan er hópkennsla (hámark 4 saman) og fer fram í gegnum vefþjónustu Köru Connect.
Mánudagar frá 16:00 - 16:50, 17:00 - 17:50 og 18:00 -18:50 CET
Þriðjudagar frá 16:00 - 16:50 og 17:00 -17:50 CET
Verð pr. kennslustund: € 60
ATH! Breytt verð frá 1. janúar 2025
Einstaklingstími: € 65
Hópatími(allt að 4 saman): Verð á nemanda € 60
Systkini saman: € 65
Ráðgjöf
Hægt er að bóka staka tíma í ráðgjöf. Ráðgjöf er tilvalin fyrir þau sem geta unnið sjálfstætt en vilja aðhald og hugmyndir að snjöllum verkefnum í íslenskunáminu.
Verð: € 60
ATH! Breytt verð frá 1. janúar 2025
Ráðgjöf: € 65