Íslensku málhljóðin

Mig langar að byrja á því að óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir ánægjulegt samstarf á fyrsta starfsári Kötlu - Kennslu og Ráðgjafar.

Líkt og aðrir sem kenna fleirtyngdum börnum íslensku hef ég ítrekað rekið mig á hversu erfitt það getur verið að tileinka sér íslensku málhljóðin. Oftast eru þetta sérhljóðarnir og augljósir samhljóðar eins og r, þ, og ð. Íslensk börn, búsett erlendis, tapa oft eiginleikanum til að greina og skilja einstök séríslensk málhljóð og eiga því erfitt með að bera þau fram.

Stafaplánetur er gagnvirkur vefur sem er tilvalinn til upprifjunar og kennslu málhljóðanna. Á vefnum eru kynnt heiti og hljóð stafa og hvernig draga skal til stafsins. Vefurinn er afar einfaldur í notkun og gengur á allar tegundir tölva, þ. á m. spjaldtölvur.

Góða helgi

Jórunn Einarsdóttir