Íslenska fyrir unglinga

Undanfarnar vikur hef ég unnið að því að þróa sérstakt námskeið ætlað íslenskum unglingum búsettum erlendis. Hugmyndin kviknaði þegar sonur okkar hjóna óskaði eftir því að fara í íslenskan framhaldsskóla. Ég hafði eðlilega örlitlar áhyggjur af því hvernig honum myndi ganga, eftir 4 ár í Danmörku, en það hefur sem betur fer gengið vel - þó það hefði vissulega verið gott að skerpa aðeins á íslenskunni áður.

Hvers konar námskeið er þetta?

  • Námskeiðið er 10 vikur þar sem sjálfstæð vinnubrögð eru forsenda þátttöku

    • Einstaklingsmiðuð námsáætlun byggð á aðalnámskrá grunnskóla á Íslandi

      • Lögð er áhersla á lestur, lesskilning, ritun og framburð. Einnig verður farið yfir grunnhugtök í íslenskri málfræði og stafsetningu, nema óskað sé eftir öðru. 

    • 5 myndfundir sem nýttir eru bæði til kennslu og leiðsagnarmats.

    • Ný verkefni í hverri viku ásamt eftirfylgni.

    • Rafrænt námsefni.

    • Lokaverkefni í formi bókakynningar eða bókmenntaritgerðar. 

Fyrir hverja er svona námskeið:

  • Alla unglinga (13-16 ára) búsetta erlendis sem vilja bæta sig í íslensku. 

  • Alla unglinga (13-16 ára) sem eru á leið til Íslands í framhaldsskóla. 

  • Alla unglinga (13-16 ára) sem vilja viðhalda samskiptum við fjölskyldu og vini. 

  • Alla unglinga (13-16 ára) sem vilja viðhalda íslenskri tungu og menningu í daglegu lífi.

Ég er enn að leggja lokahönd á verkið en hlakka til að deila með ykkur afrakstrinum.

Góða helgi

Jórunn Einarsdóttir