Uppáhalds námsefnið mitt
Ég er ansi oft spurð að því hvernig best sé að viðhalda íslenskunni hjá börnum búsettum erlendis. Hvað sé mikilvægt að legga áherslu á og hvort eitthvað námsefni sé hægt að nota til að aðstoða börnin við að halda sér í formi.
Augljósa svarið er að tala íslensku við barnið. Rannsóknir sýna að til að ná færni í öðru tungumáli en upprunatungumáli sínu þarf einstaklingur að verja 50% af vökutíma sínum í því málumhverfi. Það er því augljóst að það krefst ákveðinnar þrautsegju að viðhalda íslenskunni þegar þú býrð í útlöndum.
Eftir að ég fór að kenna íslensku hér í Danmörku hef ég komist að því að sumt þykir mér henta betur en annað. Ég nota vef Menntamaálstofnunar alveg gríðarlega mikið og þar inni er hafsjór af virkilega góðu námsefni. Ég ákvað því að setja saman smá lista yfir það námsefni sem ég nota hvað mest. Listinn er ekki tæmandi og það er svolítið erfitt að segja til um hvaða námsefni hæfir hverju aldursbili því í raun er það íslenskukunnáttan sem ræður mestu um hvaða námsefni hentar hverju sinni.
Íslenska fyrir alla ( fullorðnir)
Þá langar mig að lokum að benda á glænýjan læsisvef og FB síðu Snjólaugar og Unnar Lífar, grunnskólakennara í Vestamannaeyjum, en þær hafa verið ótrúlega duglegar að búa til alls kyns efni og fara þannig út fyrir bókina.
kv.
Jórunn