Fjarkennsla

Um allan heim hafa börn, foreldrar og kennarar þurft að horfast í augu við gjörbreyttar aðstæður til náms. Það sem áður þótti til undantekninga er í dag talið sjálfsagt. Hér er ég fyrst og fremst að tala um fjarkennslu og þau tækifæri og þær hindranir sem felast í slíkri kennslu.

Katla - Kennsla og Ráðgjöf var stofnuð í þeim tilgangi einum að bjóða öllum þeim sem vilja læra íslensku vandaða kennslu, óháð búsetu.

Í rúmt ár hef ég tekið á móti nemendum í fjarkennslu, víðsvegar að úr heiminum og á öllum aldri. Ég hef einbeitt mér að einstaklingskennslu og legg mikinn metnað í að mæta þörfum hvers og eins. Ég hef öðlast mikla reynslu í að meta hvaða námsefni og vinnubrögð henta til fjarkennslu og hef reynt að deila þeirri reynslu hér á blogginu.

Fjarkennsla getur verið alls konar. Það sem hentar einum, hentar ekki öðrum. Mín reynsla er sú að nemendur vilja vera í persónulegum samskiptum við kennarann sinn því margir eiga erfitt með að halda áætlun án þess að “mæta” einhvers staðar. Það er því mikilvægt að hafa þetta í huga þegar horft er til fjarkennslu.

Bestu kveðjur

Jórunn

Jórunn Einarsdóttir