Sauðburður
Nú stendur sauðburðatíðin sem hæst. Sauðburður er mjög annasamur tími hjá sauðfjárbændum þar sem allir þurfa að hjálpast að. Við sem alin erum upp á mölinni höfum sennilega fæst fengið tækifæri til að fylgjast með sauðburði nema í gegnum fréttir og frásagnir annarra.
Myndbandið hér fékk ég sent frá Eyþóri syni mínum en hann tók þátt í sauðburði í fyrsta sinn nú um helgina. Þar lærði hann réttu handtökin og hafði virkilega gaman af.
Hér má að auki finna fleiri myndbönd frá Völu Friðriksdóttur, bónda á Gunnarsstöðum. Vala, líkt og aðrir bændur, stendur vaktina ásamt fjölskyldu sinni allan sólahringinn.