Sumarlestur
Nú þegar flest börn eru annaðhvort á leið í sumarfrí eða komin í sumarfrí er mikilvægt að viðhalda lestrarfærninni. Rannsóknir sýna að sumarfrí nemenda getur haft áhrif á framgang þeirra í námi. Yngstu nemendurnir og nemendur sem alast upp með fleiri en eitt tungumál eru sérstaklega viðkvæm fyrir sumaráhrifum (Menntamálastofnun, 2020)
Lestrarbingó er ein leið til þess að gera heimalesturinn meira spennandi. Það finnast ótal mörg lestrarbingó á vefnum en ég fann hins vegar skemmtilegt sumarlestrarbingó á danskri síðu sem mér fannst henta betur við þær aðstæður sem börn búsett erlendis þekkja. Ég valdi því að þýða og staðfæra það spjald og bjóða upp á hér.
Ég hvet ykkur til að hlaða bingóspjaldinu niður og prenta út.
Góða skemmtun.