Katla er tveggja ára

Um þessar mundir fagnar Katla - kennsla og ráðgjöf tveggja ára afmæli og það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan!

Hugmyndin að Kötlu - kennslu og ráðgjöf kviknaði þegar ljóst var að íslensk börn, búsett erlendis, hafa ekki jafnt aðgengi að íslenskukennslu.

Aðstæður fólks eru misjafnar og þarfirnar ólíkar. Frá upphafi hefur því verið lögð áhersla á að bjóða upp á metnaðarfulla, einstaklingsmiðaða og faglega þjónustu ásamt greiðu aðgengi að fjölbreyttu námsefni. Nemendur, sem koma frá öllum heimshornum, eru á öllum aldri og hlutfall fullorðinna sem vilja læra íslensku hefur aukist jafnt og þétt. Hingað leita þvi ekki eingöngu foreldrar barna sem eru að flytja til Íslands efitr langa búsetu erlendis eða foreldrar sem vilja halda íslenskunni að börnum sínum, heldur einnig fullorðið fólk sem hefur brennandi áhuga á Íslandi og vill læra tungumálið.

Katla - kennsla og ráðgjöf heldur þvi áfram að vaxa og stækka.

Bestu kveðjur

Jórunn

Jórunn Einarsdóttir