Fréttir af jarðskjálftum
Jarðhræringar eru kannski ekki auðveldasta fræðiefni sem börn og unglingar vija kynna sér á öðru tungumáli en upprunatungumáli sínu. Í jarðskjálftunum sem skekja Ísland þessi misserin gæti þó verið gaman fyrir börn og fullorðna að afla sér upplýsinga og horfa saman á krakkarfréttir á RÚV. Fréttirnar eru samdar með það fyrir augum að börn skilji innihald þeirra. Þær eru stuttar, hnitmiðaðar og textaðar sem auðveldar skilning.
Hér er nýjasti fréttaþátturinn þar sem m.a. er fjallað um börn sem sofa illa vegna jarðskjálfta og þáttur frá 9. mars þar sem börn búa til eldgos.
Bestu kveðjur
Jórunn