Lestrarhestur
Góður orðaforði er forsenda les- og málskilnings barna og það er því mikilvægt að börn lesi einnig á upprunatungumáli sínu.
Að halda utan um skráningu lesturs, hvort sem um er að ræða einfalda skráningu eða með því að skrifa styttri bókadóma, eykur lesfimi og lestraránægju og gerir afraksturinn sýnilegan.
Ég útbjó mjög einfaldan lestrarhest sem hægt er að prenta út (báðu megin), brjóta saman og nota til að halda utan um lesturinn. Ég nota þetta skráningarform í minni kennslu og umbuna fyrir hverja lesna bók með límmiða. Það hefur auðvitað hver sinn hátt á hvað það varðar.
Ég minni á að inni á vef Menntamálastofnunar er að finna hafsjó af rafrænum lestrarbókum fyrir alla aldurshópa.
Góða skemmtun.